Wikileaks olli miklu uppnámi er viðkvæmar upplýsingar úr bandarísku utanríkisþjónustunni voru birtar. Eyjafjallajökull olli mestu truflun á farþegarflugi í sögunni, og Barack Obama barðist við að gera róttækar breytingar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.

2. Bandaríska utanríkisþjónustan logar. Ljósi varpað á samskipti diplómata um allan heim þegar samskiptakapall er gerður opinber á vefsíðum margra stærstu fjölmiðla heims, s.s. The New York Times, The Guardian og Spiegel, í samvinnu við Wikileaks. Æðstu ráðamenn þjóða heimsins eru æfir út í forsprakka Wikileaks, Julian Assange. Hann er nú eftirlýstur af Interpol og sænska lögreglan hefur gefið út handtökuskipun vegna grunsemda um að hann hafi nauðgað stúlku í Gautaborg.

3. Mesta röskun á farþegaflugi í Evrópu frá upphafi. Hundruð milljóna manna hugsa íslenska eldfjallinu þegjandi þörfina. Íslensk stjórnvöld ráðast í mikla herferð til að efla ferðaþjónustuna. Inspired By Iceland herferðinni er ýtt úr vör.

4. Barack Obama þurfti að teygja sig eins langt og hann gat til þess að ná fram vegamestu breytingum á bandarísku heilbrigðiskerfi í sögunni. Markmiðið: Að gera milljónum manna kleift að fá sómasamlega heilbrigðisþjónustu sem ekki fær hana núna.