Afkoma kísilvers PCC á Bakka fyrir skatta rýrði afkomu PCC samstæðunnar um yfir 7,5 milljarða króna í fyrra. Hagnaður móðurfélagsins nam 2,8 milljörðum 2019 og var samkvæmt ársreikningi lítillega meiri í fyrra, ef frá eru talin áhrif Bakka.

Kísilverinu var lokað síðasta sumar, og árið því mjög erfitt fyrir félagið að sögn Rúnars Sigurpálssonar framkvæmdastjóra. EBITDA-rekstrarafkoma samstæðunnar rýrnaði um ríflega 2,7 milljarða, afskriftir bættu við rúmum 2 milljörðum, og fjármagnsliðir yfir 2,8 milljörðum þeim til viðbótar.