Japanski bílaframleiðandinn Toyota býst við að sala muni breytast lítið á næsta ári vegna minni eftirspurnar í nýmarkaðsríkjum. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá Toyota Group en í henni er búist við að 10,114 milljónir bifreiða seljist á næsta ári samanborið við 10,098 milljónir á árinu sem er að líða.

Bílaframleiðandinn býst við aukinni sölu í Bandaríkjunum en henni til mótvægis er útlit fyrir töluvert minni sölu í Taílandi og Indónesíu, þar sem sala hefur fallið um 20% á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Einnig er útlit fyrir minni eftirspurn í Mið-austurlöndum vegna áhrifa lækkandi olíuverðs á efnahag þeirra ríkja.

Þetta kemur greinendum á óvart þar sem Volkswagen, einn stærsti keppinautur Toyota, lenti í stóru hneykslismáli á árinu sem hefur áhrif á um 12 milljónir bifreiða frá bílaframleiðandanum þýska. Sala VW Group, móðurfélags Volkswagen, féll á heimsvísu um 1,7% frá janúar til nóvember samanborið við sama tímabil í fyrra.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .