Toyota segir að sér reynist erfitt að ná sölumarkmiðum sínum í Bandaríkjunum á þessu ári.

Þetta er talið til marks um að fyrirtækið lækki söluspá sína í næsta mánuði, samkvæmt frétt Reuters.

Í maí sagðist Toyota vera að endurskoða söluspá sína fyrir árið 2008, sem þá hljóðaði upp á 2,64 milljón ökutæki.

Von er á nýrri ætlun í byrjun næsta mánaðar og segir Reuters að fleiri bílaframleiðendur muni fylgja í kjölfarið.