Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. hefur ákveðið að setja hlutabréf Toyota á Íslandi hf. í sölumeðferð en félagið flytur Toyota og Lexus-bíla inn til Íslands.

Það er Nýi Landsbankinn (NBI) sem sér um söluna.

Toyota Motor Marketing Europe (TMME) hefur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins veit samþykki sitt fyrir þessari afgreiðslu málsins – eða a.m.k. ekki andæft henni - en söluumboðið verður ekki selt til nýs aðila nema með þeirra samþykki.

Með þessu er ljóst að innflutningsfyrirtækið er á leið úr höndum Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, sem keypti Toyota umboðið 20. desember 2005. Það var fyrirtæki hans Smáey ehf. sem keypti P. Samúelsson ehf. af Páli Samúelssyni og fjölskyldu fyrir um sjö milljarða króna en með í kaupunum voru fasteignir tengdar félaginu og var það Landsbankinn sem fjármagnaði kaupin á sínum tíma.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .