Í morgun fóru fram viðskipti með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] fyrir tæpa 9 milljarða.

Um var að ræða tvenn viðskipti fyrir tæpa 4,5 milljarða en þau hafa nú verið felld niður samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Velta með hlutabréf er því ekki mikil í Kauphöllinni það sem af er degi en hún er nú um 900 milljónir þegar um klukkustund er í lokun markaða.

Mest er veltan með bréf í Kaupþing [ KAUP ] eða um 370 milljónir. Þá er velta með bréf í Glitni [ GLB ] um 180 milljónir en talsvert minna er um viðskipti í öðrum félögum.

Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur það sem af er degi lækkað um 0,5%.