Tæpur þriðjungur fyrirtækja, eða 28%, glímir við lausafjárskort. Þetta kemur fram í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins (SA) á rekstrarhorfum fyrirtækja.

Af þeim fyrirtækjum sem hafa átt í vanda með öflun lánsfjár hefur 63% átt erfitt með að afla fjár til daglegs rekstrar, 46% við fjármögnun nýrra verkefna og 22% við fjármögnun nýsköpunar- og þróunarverkefna. Einnig var gefinn kostur á að merkja við „annað“ í könnuninni og merktu 17% svarenda við hann. Af þeim sögðu 17% vanskil viðskiptavina vera sinn helsta vanda.

Í frétt SA um málið segja samtökin telja það vera til marks um styrk íslensks atvinnulífs að 72% fyrirtækja glími ekki við lánsfjárskort.