Nýútkomin, árleg könnun Poynter-stofnunarinnar á trausti Bandaríkjamanna til fjölmiðla þar í landi, leiðir í ljós, að traust til fjölmiðla, einkum staðbundinna miðla, hefur aftur tekið að aukast eftir að hafa lækkað mörg undanfarin ár.

Aftur á móti er greinilegt að pólitísk skautun og pópúlismi hafa tekið sinn toll, sem best sést á því að 42% Bandaríkjamanna telja að fjölmiðlar skáldi iðulega fréttir. Varla kemur á óvart að stuðningsmenn repúblikana eru trúaðri á skáldskapargáfu blaðamanna en demókratar, en munurinn er ekki mikill. Það hlýtur að vera ríkt áhyggjuefni.