Svo virðist sem þýskir fjárfestar hafi misst trúna á markaðinum í kjölfar mikillar hækkunar evrunar gagnvart Bandaríkjadal og hækkunar hráolíu í 100 dali fyrir hverja tunna fyrir skömmu.

ZEM rannsóknamiðstöðin í Mannheim sem sérhæfir sig í rannsóknum á Evrópumarkaði birti fyrir skömmu væntingavísitölu sína fyrir þýska fjárfesta. Samkvæmt veffréttum Bloomberg hefur vísitalan ekki verið lægri, -32,2 stig, frá því í febrúar 1993.

Samskonar vísitala mældist -18,1 stig í október síðast liðnum og höfðu flestir reiknað með að hún lækkaði í -20 stig.