Yfirvinnubann flugumferðarstjóra mun trufla almennar flugsamgöngur við Keflavíkurflugvöll milli klukkan 2 í nótt og 7 í fyrramálið.

Samvkæmt tilkynningu frá ISAVIA er ástæðan að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt mæti ekki til vinnu vegna veikinda, en ekki megi fá aðra til afleysinga vegna yfirvinnubannsins.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra setti yfirvinnubannið á til að þrýsta á um kröfur sínar í kjaraviðræðum félagsins við Samtök Atvinnulífsins.

Bannið hefur staðið hefur yfir síðan 6. apríl síðastliðinn, en þjónusta verður takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug í nótt meðan starfsmenn vantar á vakt en á sama tíma er áætlað að 20 vélar komi frá Norður-Ameríku og 7 leggi af stað til Evrópu.