Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hefur talað fyrir því að aðgerðapakki vegna áhrifa kórónuveirunnar verði aukinn. Nýlega hefur náðst sátt milli Demókrata og Repúblikana um umfang aðgerðarinnar sem átti að nema 900 milljörðum dollara.

Enn fremur sagði Trump að björgunarpakkinn væri hneisa. Áætlað var að veita Bandaríkjamönnum allt að 600 dollara styrk, andvirði 77 þúsund króna. Trump vill hækka styrkinn í tvö þúsund dollara eða fjögur þúsund dollara fyrir pör.

Í frétt Financial Times um málið er sagt frá því að Trump hafi krafist þess að eyðslusamir og ónauðsynlegir útgjaldaliðir verði fjarlægðir úr frumvarpinu. Enn fremur að honum verði send „almennilega löggjöf.“

CBS News greindi frá því að Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði þingmenn eiga hrós skilið fyrir að koma aðgerðapakkanum í gegn en að hann sé langt frá því að vera fullkominn. Biden hyggst setja á laggirnar annan aðgerðapakka á næsta ári, eftir að hann tekur við embætti.