Íslensku fyrirtækin Landsvirkjun Power og Verkís hafa tryggt samning um verkfræðiráðgjöf við georgíska fyrirtækið Machakhela HPP 1 LLC við smíði tveggja vatnsaflsvirkjana eftir útboð á verkefninu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Um er að ræða tvær 20-25 megavatta virkjanir í ánni Machakhelistskali í sjálfstjórnarhéraðinu Adjar í suðvesturhluta Georgíu, nálægt landamærum Tyrklands.

Búið er að gera undirráðgjafasamning við georgíska verkfræðifyrirtækið Peri LLC sem mun sjá um rannsóknarvinnu á verkstað en áætlað er að verkefninu ljúki fyrir árslok 2015..