*

sunnudagur, 8. desember 2019
Innlent 29. mars 2019 16:48

Tryggingafélögin hækkuðu mest

Gengi tryggingafélaganna VÍS og TM hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Icelandair lækkaði um 1,07%.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands stendur í 1921,89 stigum eftir að hafa hækkað um 0,48% í viðskiptum dagsins. 

Gengi bréfa Icelandair, sem rauk upp um 14,57% í viðskiptum gærdagsins, lækkaði um 1,07% í 363 milljóna króna veltu í viðskiptum dagsins. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 2,9 milljörðum króna.

Gengi meirihluta félaga á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hækkaði í viðskiptum dagsins. Mesta hækkunin varð hjá VÍS, en bréf félagsins hækkuðu um 2,77% í 251 milljóna króna veltu. Næst mesta hækkunin var svo á bréfum TM, en bréf félagsins hækkuðu um 2,54% í 108 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Origo lækkaði svo mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,30%. Þess ber þó að geta að veltan nam einungis 3 milljónum króna. 

Mestu viðskiptin voru eins og svo oft áður með bréf Marel, eða fyrir 511 milljónir króna.

Stikkorð: Marel Kauphöll Icelandair TM Nasdaq VÍS Origo