Í kjölfar kosningasigurs Donald Trump aukast líkur þess að fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins komi til með að liggja í valnum. Samningurinn sem gæti haft neikvæð áhrif á verkamenn í Bandaríkjunum og samkeppnisstöðu Bandaríkjanna.

Trump hefur haldið því fram í kosningarbaráttu sinni að slíkur samningur gæti skaðað hagsmuni Bandaríkjanna og vill heldur vernda störf í Bandaríkjunum með því að taka upp einangrunarsinnaðari stefnu. Þó er enn óvíst hvort að Trump fylgi eftir kosningarloforðum sínum sem þessu.

Haft er eftir greiningaraðila í frétt á vef Reuters , að áhrif þess að stærsti efnahagur heimsins tæki upp efnahagslega einangrunarstefnu gæti verið geignvægileg. Samningurinn sem er oftast kallaður TTIP hefur verið þrjú ár í burðarliðum og nú er óvíst með framtíð hans.