*

sunnudagur, 12. júlí 2020
Erlent 14. maí 2018 17:55

Tugir látnir í mótmælum í Jerúsalem

Að minnsta kosti 43 eru látnir og 2.200 særðir í mótmælum í Jerúsalem vegna flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael til borgarinnar.

Ritstjórn
Frá mótmælunum í Jerúsalem í dag.
epa

Að minnsta kosti 43 eru látnir og 2.200 særðir í mótmælum í Jerúsalem vegna flutnings sendiráðs Bandaríkjanna í Ísrael til borgarinnar. Þetta er haft eftir palestínskum embættismönnum. Dagurinn er sá blóðugasti frá átökunum á Gasa árið 2014.

Mótmælendur telja flutning sendiráðsins til marks um stuðning Bandaríkjastjórnar við tilkall Ísraels til Jerúsalemborgar, en Palestínumenn telja sig eiga tilkall til austurhluta hennar. Í frétt á vef BBC fagnar Donald Trump Bandaríkjaforseti flutningunum, sem hann segir hafa verið lengi í bígerð.

Palestínskir mótmælendur köstuðu steinum og bensínsprengjum á meðan Ísraelsher sendi leyniskyttur á vettvang mótælanna. Kveitk var í dekkjum svo svartur reykur liggur yfir svæðinu. Heilbrigðisráðuneytið, sem lýtur stjórn Hamas, segir börn meðal hinna látnu. Mótmælin eru hluti af sex vikna mótmælum sem Hamassamtökin hafa skipulagt,

Stjórnvöld í Ísrael segja mótmælendur hafa ætlað sér að brjóta sér leið gegnum landamærin milli landanna og ráðast á ísraelskar byggðir. Ísraelsher segir um 40.000 Palestínumenn hafa tekið þátt í „ofbeldisfullum uppþotum“ á þrettán stöðum við girðinguna við Gasa.