Stjórnvöld ætla á næstu dögum að fara nánar yfir ákvörðun ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ívilnunarsamninga sem gerðir voru við fimm fyrirtæki. Greint var frá ákvörðun ESA fyrr í dag, en ríkið þarf að endurheimta aðstoðina sem þessum fyrirtækjum var veitt samkvæmt ákvörðuninni. Ekki liggur fyrir hvort íslenska ríkið láti reyna á ákvörðunina fyrir EFTA-dómstólnum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins.

Ákvörðunin hefur ekki áhrif á þau fjárfestingarverkefni sem eru nú til skoðunar eða hafa verið gerðir samningar um á þessu ári.

Atvinnuvegaráðuneytið segir að tvö þessara fimm fyrirtækja hafi aldrei hafið rekstur. Hjá öðrum tveimur nemi endurgreiðsla aðstoðar smáum upphæðum. Í einu tilviki sé endurgreiðsla þó áætluð á þriðja tug milljóna.