*

föstudagur, 30. júlí 2021
Fólk 16. apríl 2021 10:11

Tvær í stjórnunarstöður hjá Isavia

Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar í forstöðumenn hjá Isavia.

Ritstjórn

Raquelita Rós Aguilar og Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hafa verið ráðnar í tvær stöður hjá Isavia. Þær koma annars vegar til með að fara fyrir stafrænni þróun og hins vegar viðskipta- og markaðsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hinu opinbera hlutafélagi. 

Í tilkynningunni segir að Raquelita sé með BSc-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Síðastliðin þrjú ár hafi hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Stokks hugbúnaðarhúss en þar á undan sinnti hún fjölbreyttum stjórnunarstöðum hjá því félagi. Þá hafi hún enn fremur komið að stafrænni vegferð ýmsra félaga í gegnum tíðina, hafi reynslu sem stjórnandi og tækniþekkingu sem komi til með að nýtast Isavia vel. 

Þórhildur Rún Guðjónsdóttir hefur hafið störf sem forstöðumaður viðskipta og markaðsmála hjá Isavia. Þórhildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Síðustu ár starfaði hún sem framkvæmdastjóri m.a. hjá Nortek frá 2017 og Atlantik lögmannsstofu en áður sem vörustjóri og sérfræðingur á markaðsdeild Símans. Þórhildur stýrir nýrri viðskipta- og markaðseiningu sem ber ábyrgð á óflugtengdum tekjum Keflavíkurflugvallar, t.a.m. af verslunum, veitingum og samgöngum. Rekstrarreynsla Þórhildar mun að sögn félagsins nýtast við öflun viðskiptatekna og viðskiptaþróunar til að styrkja samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar, bæta upplifun og ánægju farþega og viðskiptafélaga.

Stikkorð: Isavia