Viðskipti á hlutabréfamarkaði numu rúmlega 2,1 milljörðum í dag. Mest var veltan með bréf í Icelandair Group, 895 milljónir króna. Velta með bréf í Eimskip nam 370 milljónum og með bréf í Marel var veltan 279 milljónir króna.

Dagurinn var nokkuð rauður. Bréf í Sjóvá lækkuðu um 1,8% og bréf í hinum tryggingafélögunum, TM og VÍS, lækkuðu um 1,34%. Marel lækkaði um 0,77%. Hækkun varð mest með bréf í Eimskip, um 0,44%

Útvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og stóð í 1.259,6 í lok dags.