Engin dagsetning er komin á næsta fund íslensku samninganefndarinnar með Bretum og Hollendingum vegna Icesave, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.

Samningar hafa ekki enn náðst um kjör á lánum til Íslendinga vegna greiðslu erlendra innistæðna íslenskra banka, sem eru að langstærstum hluta vegna Icesave. Málið hefur hangið í lausu lofti og mikið hefur verið deilt um hver lagaleg ábyrgð Íslands er.

Þá hefur umræðan oft á tíðum verið á þann veg að ríkisstjórnin hafi gefist upp í málinu, og að ef Ísland greiðir lágmarkstrygginguna sé það þvinguð niðurstaða.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld,  lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .