Skuldir hins opinbera á Írlandi árið 2010 voru 3,6 milljörðum evra (um 570 milljarða króna) lægri en áður var talið. Kom þetta í ljós þegar skekkja í bókhaldi írska ríkisins fannst. Í frétt Wall Street Journal segir að ákveðnar skuldir hafi verið tvíteknar, þar á meðal skuldir írsku íbúðalánastofnunarinnar.

Þýðir þetta að skuldir Írlands voru 92,6% af vergri landsframleiðslu, en ekki 95% eins og áður var talið. Þá mun þetta þýða að skuldafjallið mun ná 114% af VLF á næstu árum, en ekki 117% eins og gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Þetta mun gera vaxtagreiðslur eilítið léttbærari, en mun ekki hafa áhrif á aðhaldsaðgerðir írska ríkisins.