Drekasvæðið norðaustur af Íslandi.
Drekasvæðið norðaustur af Íslandi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Orkustofnun hefur nú þegar veitt tvö leitar- og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu og var þeim úthlutað þann 4. janúar sl. Annað leyfið er til Faroe Petroleum Norge AS sem rekstraraðila með 67,5% hlut, Íslensks kolvetnis ehf. með 7,5% hlut og norska ríkisolíufélagsins Petoro með 25% hlut. Hitt leyfið er til Valiant Petroleum ehf. sem rekstraraðila með 56,25% hlut, Kolvetnis ehf. með 18,75% hlut og Petoro með 25% hlut. Fyrrgreind leyfi voru veitt í kjölfar umsóknarferlis á árinu 2012 en þá bárust þrjár umsóknir.

Olíufélagið CNOOC International Ltd. mun koma inn sem rekstraraðili í umsókn Eykon Energy ehf. sem liggur nú á borði Orkustofnunar. Að sögn Heiðars Más Guðjónssonar, stjórnarformanns Eykon, er CNOOC margfalt fjársterkara en fyrrgreindir rekstraraðilar leyfanna tveggja og ætti fjárhagsleg geta ekki að hindra samþykkt umsóknarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.