Lilja hefur verið ráðin sem fjármálastjóri samstæðureikningsskila Skýrr. Hún mun bera ábyrgð á samstæðuuppgjöri og reikningsskilum samstæðunnar, ásamt því að sjá um framkvæmd innra eftirlits og innri endurskoðunar. Lilja Brynja er löggiltur endurskoðandi frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður hjá KPMG og sem forstöðumaður reikningshalds hjá Icelandic Group og Askar Capital.

Garðar Már Birgisson
Garðar Már Birgisson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Garðar Már Birgisson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Skýrr á Akureyri. Garðar Már er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var áður yfirmaður tölvudeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, stjórnandi TM Software á Akureyri, yfirmaður hugbúnaðardeildar Íslenskrar erfðagreiningar á Akureyri og framkvæmdastjóri Theriak. Um 40 manns starfa hjá Skýrr á Norðurlandi.