Tvö yfirtökutilboð hafa borist í norska olíuleitarfyrirtækið Sagex Petroleum en félagið er að stærstum hluta í eigu Linda Resources, dótturfélags Straumborga sem er eignarhaldsfélag Jóns Helga Guðmundssonar í Byko.

Morgunblaðið greinir frá þessu og segir yfirtökutilboðin hljóða upp á annars vegar 5,5 norskar krónur á hlut og hins vegar 7 krónur á hlut. Afstaða verður tekin til tilboðana á hluthafafundi á næstu dögum en Sagex var eitt þeirra félaga sem hugðust leita að olíu á Drekasvæðinu.