Tillaga að matsáætlun fyrir Suðurlandsveg frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss hefur verið lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnunar. Verður frummatsskýrsla síðan unni í framhaldi af staðfestingu Skipulagsstofnunar. EFLA verkfræðistofa verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila.

Vegurinn sem til stendur að endurbyggja er um 12 km langur, frá Þorlákshafnarvegi við Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Ölfusá verður þveruð með nýrri brú ofar, annað hvort um Efri Laugardælaeyju eða neðan Grímskletts og Ferjuholts.

Áformað er að byggja 2+2 veg og mislæg vegamót við Sólborgarhverfi, Hvammsveg eystri (374), Biskupstungnabraut (35) og við Laugardæli austan Selfoss. Einnig er áformað að byggja veggöng undir Suðurlandsveg við Kotstrandarkirkju og við Þórustaðanámu. Þá verður vegurinn færður norður fyrir Selfoss og ný brú byggð yfir Ölfusá.

Tengingum verður fækkað og reiðleiðir aðlagaðar nýju vegakerfi. Gert er ráð fyrir að göngu- og hjólaleiðir verði á og með hliðarvegum.

Hugsanlegt er að verkið verði unnið í áföngum þannig að byggður verði fyrst 2+1 vegur, með vegamótum í plani og þegar umferðarmagn kallar eftir því, fjölgað í tvær akreinar í hvora átt, þá hugsanlega með þröngu sniði. Tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð mislægra vegamóta er matsskyld framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.