Tyrkneski herinn hefur framið valdarán í Tryklandi, en þeir segjast hafa steypt Er­doğ­an af stóli. Herinn sagði í tölvupósti að nú væri komin tími til að endurreisa frelsi og lýðræði í landinu.

Binali Yildirim, sitjandi forsætisráðherra Tyrklands, segir að herinn sé ekki búinn að ná yfirvöldum. Hann hefur skipað lögreglunni að beita vopnum ef til átaka kemur.

Tyrkland hefur verið aðili að NATO allt frá árinu 1960. Tyrkneska líran hefur lækkað um tæp 5% síðan aðgerðir hersins hófust.