*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Erlent 21. nóvember 2016 08:08

Uber bannað í Danmörku

Hæstiréttur landsins staðfestir dóm gegn bílstjórum Uber vegna brota á skattalögum.

Ritstjórn

Hæstiréttur Danmerkur hefur úrskurðað að Uber leigubílaþjónustan sé ólögleg í landinu. Þrátt fyrir það segir fyrirtækið sem er með 2.000 bílstjóra í landinu að það sé enn löglegt og starfandi í landinu.

Úrskurðurinn staðfesti dóm gegn sex bílstjórum Uber sem höfðu verið úrskurðaðir sekir í undirrétti fyrir að brjóta gegn skattalögum landsins. Höfðu þeir verið sektaðir um á milli 2000 til 6000 dankar krónur, eða sem nemur 32 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur.

Í kjölfar dómsins geta saksóknarar nú sótt fyrirtækið, sem staðsett er í San Fransisco, sjálft til saka. Fyrirtækið hefur lýst yfir vonbrigðum með dóminn en notendur snjallsímaapps fyrirtækisins eru um 300 þúsund í landinu öllu.

Stikkorð: Danmörk app Uber leigubílar