Uber mun fá endurnýjað starfsleyfi í Lundúnum samkvæmt niðurstöðu dómara, sem segir hugbúnað farveitunnar í góðu standi eftir endurbætur. Wall Street Journal segir frá .

Áhöld höfðu verið uppi um stöðu Uber eftir að yfirvöld neituðu að endurnýja leyfið í nóvember síðastliðnum vegna víðtækrar notkunar snjallforritsins af hálfu bílstjóra sem ekki höfðu verið samþykktir sem slíkir.

Uber sagðist þá þegar hafa unnið bót á vandanum og girt fyrir slíka ósamþykkta notkun, en embættismenn vildu fullvissa sig um að engir aðrir annmarkar væru á hugbúnaðinum áður en leyfið yrði endurnýjað. Farveitan áfrýjaði málinu, og fékk að halda áfram starfsemi meðan á því ferli stóð.