Leigubílafyrirtækið Uber sér fram á mikil vaxtartækifæri í Indlandi og segist ætla að fjárfesta einum milljarði Bandaríkjadala þar í landi til að stækka markaðshlutdeild sína.

Fyrirtækið, sem slegið hefur í gegn um allan heim á undanförnum árum, vill nota peninginn til að færa starfsemi sína til fleiri borga í Indlandi.

Þessi ákvörðun kemur stuttu eftir að Uber ákvað að ráðast í svipaða fjárfestingu í Kína með sama tilgang að leiðarljósi.

Fyrr á árinu var Uber bannað í Indlandi eftir að ökumaður á vegum fyrirtækisins var sakað um nauðgun. Uber bað um ný leyfi í Nýju Dehlí og öðrum borgum en hélt áfram starfsemi á meðan beðið var eftir leyfi.

Samkvæmt Financial Times vonast Uber til að milljarðs dollara fjárfestingin verði til þess að verðum á vegum fyrirtækisins fjölgi úr 200.000 á dag í eina milljón á dag.