Svissneski bankinn UBS lét hafa eftir sér á þriðjudaginn að hann hyggðist fjárfesta fyrir 500 milljónir dala í Bank of China, segir frétt Financial Times. Kínverjar hyggjast skrá lánastofnanir sínar á verðbréfamarkaði og liggur verðgildi þeirra á bilinu 3-4 milljarðar Bandaríkjadala. Fjárfesting UBS í BoC er úthugsuð og gæti gæti hún aukið líkurnar á því að UBS yrði valinn ráðgjafarbanki Kínverja þegar lánastofnanir verða skráðar á verðbréfamarkað.

Bank of China er þriðji stærsti bankinn í Kína, UBS hefur ekki gefið upp hvert umfang hlutar þess í BoC sé, en ljóst er að bankinn hefur ekki óskað eftir því að verða kjölfestufjárfestir í BoC. Ástæðan tengist Royal Bank of Scotland, en talið er að bankinn hafi verið í viðræðum um kaup hluta í BoC og gæti verðmætið verið einn milljarður dala. Erlendu bankarnir tveir hafa ákveðið að sameinast í fjárfestingarstarfsemi og tengdum greinum í öryggisþjónustu í Kína og fyrir kínverska viðskiptavini.

Fjárfesting UBS í BoC er liður bankans í að auka umsvif í rekstri áhættufyrirtækja á kínverskum markaði. Telja forsvarsmenn bankans að í þessum geira felist ákveðin hagnaðarvon.

Fyrr í vikunni greindi Financial Times frá því að UBS áætlaði að fjárfesta fyrir 210 milljónir dala í Beijing Securities. Náist samningar verður UBS fyrst allra erlenda fjármálafyrirtækja til að kaupa hlut í kínversku verðbréfafyrirtæki.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.