Svissneski bankinn UBS viðurkenndi í dag að lélegt eftirlistkerfi og hvetjandi launakerfi sé helsta orsökin fyrir miklu tapi bankans en bankinn hefur nú þurft að afskrifa um 37 milljarða dala vegna undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum.

Forstjóri bankans, Marce Opel hefur þegar verið látinn taka poka sinn og talað er um að skipta bankanum upp í smærri einingar.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC en í morgun gaf stjórn bankans út 50 blaðsíðna skýrslu sem dreift verður til hluthafa fyrir aðalfund bankans.

Í skýrslunni kemur fram að bankinn hafi sett upp árangurstengt launakerfi sem hvetja átti starfsmenn til að gera áhættusama viðskiptasamninga. Hin vegar hafi það farið úr böndunum, starfsmenn gert samninga sem litu vel út á pappírum og fengu háar greiðslur fyrir en þegar á reyndi voru það að miklu leyti verðlitlir samningar sem ekki færðu bankanum miklar tekjur.