Afli stangaveiðimanna í fyrra var 15.764 laxar, á meðan hafbeitarár skiluðu 8.189 löxum og 7.963 laxar voru skráðir veiddir en sleppt aftur. Afli á móti hinum tveimur þáttunum er því 15.764 laxar á móti 16.157 löxum sem fengust í tilbúnum veiðiám eða sleppt aftur af veiðimönnum. Þetta kom fram á ársfundi Veiðimálastofnunar í síðustu viku. Þá kom fram að stangaveiðimenn sleppa stærstum hluta þeirra tveggja ára laxa sem veiðast á stöng.