Árið 2009 voru gjöld fjármálafyrirtækja vegna reksturs Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna (nú Umboðsmaður skuldara, UMS) um 26 milljónir. Í fyrra námu þau um 229 milljónum króna og í ár er reiknað með að þau verði 626 milljónir.

Embættið er nú með 80 starfsmenn í vinnu að því er kemur fram í ársriti SFF og enn er gert ráð fyrir vexti í starfseminni og að kostnaður við rekstur Umboðsmanns skuldara muni fara yfir einn milljarð króna á árinu 2012.

Gangi þetta eftir má ætla að kostnaðurinn hafi þrítugfaldast á um fjögurra ára tímabili.