Umboðsmaður Alþingis hefur ákveðið að taka samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans í höfuðborgarsvæðinu til formlegrar athugunar að eigin frumkvæði. Kemur þetta fram í þriðja bréfinu sem umboðsmaður sendir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vegna lekamálsins svokallaða.

Í frétt á vefsíðu umboðsmanns segir að athugunin snúi að áðurnefndum samskiptum, sem áttu sér stað á sama tíma og lögreglan vann að rannsókn á lekamálinu. Athugunin taki einnig til tiltekinna samskipta sem hafi átt sér stað síðar. Þá beinir umboðsmaður tilteknum spurningum til innanríkisráðherra vegna málsins.

Lesa má bréf Umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra hér .