Stjórnendur SAS munu opinbera síðar í þessum mánuði mjög umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir hjá félaginu eftir því sem fram kemur hjá danska ferðamiðlinum Take off.

Í frétt Take off kemur fram að um sé að ræða svo umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir að slíkt þekkist ekki frá fyrri tíð. SAS á að hafa fengið samþykki fyrir aðgerðunum af ríkisstjórna Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs sem eiga hlut í félaginu.

Sparnaðurinn mun hefjast á launalækkunum áhafnarmeðlima. Þar verður um að ræða 15% sparnað um launalækkunum eða breyttum vinnukjörum. Sparnaðurinn á þó einnig að ná til annarra deilda innan SAS samstæðunnar. Sala á einingum innan félagsins og skipulagsbreytingar er einnig að vænta.

Hestekuren gælder imidlertid hele SAS koncernen og kan også indeholde frasalg og omlægninger. Kilder oplyser, at det er en strategiplan af en dimension, de færreste har forestillet sig.