Breski bankinn Morgan Stanley hyggst segja upp 10% af starfsmönnum sínum sem vinna að kjarna-fjárfestingabankastarfsemi.

Þetta mun vera gert af illri nauðsyni til þess að koma til móts við aukinn kostnað sem lagst hefur á bankann í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu.

Morgan Stanley mun segja upp allt að 3,600 starfsmönnum en samtals starfa um 45.000 manns hjá bankanum. Uppsagnirnar munu ná til starfsemi bankans víðs vegar um heiminn en bankinn er með umtalsverða starfsemi í löndum Asíu sem og í New York og í Lundúnum.