*

laugardagur, 14. desember 2019
Innlent 17. júlí 2019 15:20

Kína og heimurinn í jafnvægi

Viðskipti Kína við umheiminn eru nú loks í jafnvægi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ritstjórn
Gita Gopinath tók í vetur við sem aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Snörp umskipti hafa átt sér stað í utanríkisviðskiptum Kínverja við umheiminn, en þau eru nú í jafnvægi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn hefur um árabil gagnrýnt mikinn afgang í utanríkisviðskiptum Kínverja vegna hættunar sem jafnstór afgangur skapi fyrir hagkerfi heimsins. 

Greint er frá þessu í frtét Financial Times og þar kemur fram að afgangur af utanríkisviðskipta Kína sé orðinn að nær engu. Þetts er í fyrsta sinn frá því að AGS hóf að birta mælingar á halla í viðskiptum þjóða. Afgangurinn nú nemur um 0,4% vergri þjóðarframleiðslu Kína sem er mikil breyting frá því að hallinn var um 10%. 

Haft er eftir Gita Gopinath, aðalhagfræðingi AGS, að enn sé langt í land þar til viðskipti Kínverja uppfylli allar kröfur. Hins vegar sé mikilvægt að breytingar til hins betra séu viðurkenndar, eins og aukinn sveigjaleiki í gengismálum og minnkandi áhersla á útflutning.