*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 15. febrúar 2018 09:59

Undirmálslánin nema 119.000 milljörðum

Hlutfall undirmálslána hjá bankastofnunum Evrópu nær allt að 50% í Grikklandi og Kýpur en vandinn er mestur á Ítalíu.

Ritstjórn
epa

Bloomberg fréttastofan fjallar um vandamál evrópskra banka vegna 944 milljarða evra af undirmálslánum bankans og deildar meiningar um það hvernig eigi að höndla vandamálið. Samsvarar það um 118.708 milljörðum íslenskra króna.

Fjallar fréttastofan jafnframt um það að umfang undirmálslánanna eru reiknuð á mismunandi hátt, en í fréttinni eru mörg áhugaverð gröf sem sýna mismunandi stöðu ríkja Evrópu.

Til að mynda hvort rétt sé að taka með í reikninginn erlend dótturfyrirtæki banka í útreikningum fyrir hvert land. Bendir seðlabanki Evrópu í því samhengi til dæmis á að gögn fyrir Tékkland sýna einungis 6% útlána sem bankastofnanir landsins hafa veitt.

Í einu grafanna sést hlutfall lána sem eru undirmáls, en það fer frá því að vera um og undir 2% fyrir lönd eins og Bretland, Svíþjóð og Finnland, til 5% fyrir Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Holland, Belgíu og Lúxumborg, til 10% fyrir Spán, Pólland, Lítháen, Lettland og Eistland. 

Síðan er allt að fjórðungur lána á Írlandi, Portúgal, Tékklandi, Ítalíu, Slóveníu, Króatíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu talin undirmálslán. Loks er hlutfallið allt að helmingur í Grikklandi og Kýpur.

Segir fréttastofan að verið sé að vinna niður vandann til að mynda á Ítalíu en þar sé vandinn stærstur í heildina, þó hlutfallið sé hærra í Grikklandi. Nánar má lesa um málið á vef Bloomberg.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is