Leiðtogar aðildarlanda ESB hafa undirritað nýjan sáttmála með það að markmiði að tryggja aðhald í ríkisfjármálum á svæðinu. Bretar og Tékkar neituðu að undirrita sáttmálann. David Cameron, forsætisráðherra Breta, lagði áherslu á að gerðar yrðu tilraunir til að blása lífi í evrópska hagkerfið en þótti undirtektirnar ekki nægar og neitaði því undirritun.

Á vefsvæði breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að gagnrýnisraddir segi samninginn ekki annað en pólitíska aðgerð sem þjóni þeim tilgangi að friðþægja þýska skattgreiðendur. Í Þýskalandi hefur verið töluverð andstaða við að aukið fjármagn fari í björgunaraðgerðir á vegum ESB.

Forsvarsmenn sambandsins segja sáttmálann marka tímamót þar sem sagt sé skilið við kreppu og horft fram á veginn. Þetta sé mikilvægur liður í að endurheimta trúverðugleika á svæðinu.

Sáttmálann í heild sinni má finna hér .