Kaupþing er vel í stakk búið til að takast á við erfiðari markaðsaðstæður, að sögn Jónasar Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Kaupþings.  „Árið leggst vel í okkur í Kaupþingi,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðinu aðspurður um horfur á næsta ári.

„Aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum munu sem fyrr hafa talsvert að segja um afkomuna en undirstöður bankans eru hins vegar mjög traustar. Yfirtakan á hollenska bankanum NIBC og samþætting hans við rekstur Kaupþings-samstæðunnar mun án efa verða eitt af stærstu verkefnum ársins,“ segir Jónas.