Ung kona fannst látin á heimili fyrrum forstjóra Anheuser- Busch, sem er framleiðandi Budweiser bjórsins.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

August Busch IV, sem er 46 ára, er afkomandi stofnanda drykkjarvöruframleiðandands og var forstjóri fyrirtækisins þar til fjölskyldan seldi hlut sinn í fyrirtækinu árið 2008.  Busch IV situr enn í stjórn félagsins.

Adrienne Nicole Martin, sem er 27 ára, fannst látin á heimi Busch IV í úthverfi St. Louis í Missouri fylki.  Lögregluyfirvöld á svæðinu staðfestu í gærkvöldi að konan hafi látist um hádegisbil sl. sunnudag.

Busch IV og Martin höfðu verið í reglulegu sambandi síðasta árið.  Lögregla hefur ekki gefið upplýsingar um dánarorsök.