Ungt íslenskt hátæknifyrirtæki er í þann munn að kynnir nýja uppfinningu í fiskflokkun. Um er að ræða fyrsti flokkara sinnar tegundar í heiminum. Er honum ætlað að auka mjög sjálfvirkni og hagkvæmni í pökkun. Það er Vikenco, leiðandi fyrirtæki í norsku laxeldi, sem er fyrsti kaupandinn segir í tilkynningu.

Valka, sem er ungt íslenskt hátæknifyrirtæki í framleiðslu tækja fyrir matvælaiðnað, hefur nú haslað sér völl í þjónustu við laxeldisfyrirtæki í Noregi. Nýr flokkari fyrirtækisins, sem er hinn fyrsti sinnar tegundar í heiminum, hefur verið seldur Vikenco og hefst uppsetning búnaðarins hjá þessu leiðandi norska fyrirtæki í lok mánaðarins.

Flokkarinn verður kynntur á Aquanor sýningunni í Þrándheimi í Noregi sem hefst þann 18. ágúst.

Í tilkynningu segir að fleiri fyrirtæki í laxaiðnaðinum hafa sýnt nýja flokkaranum áhuga. Um sé að ræða fjölhæfara tæki en áður hefur sést.

Helsta virkni flokkarans sem ekki hefur sést áður við pökkun á laxaflökum er:

• Meiri sjálfvirkni þar sem flokkarinn raðar flökum al-sjálfvirkt í kassa.

• Fiski er unnt að raða í lög í kassa á margvíslega vegu og setja sjálfvirkt plastfilmu á milli laga. Slík röðun, kölluð millilagning, er annars mjög vinnuaflsfrek.

• Sjálfvirk mötun á kössum inn á flokkarann. Ávinningur kaupandans er einkum nákvæm flokkun, lágmarks yfirvigt, betri gæði þar sem öllum flökum er pakkað strax og hráefnismeðhöndlun er einstaklega góð í flokkaranum auk þess að spara handtök.

Í samvinnu við HR

Auk þeirrar virkni, sem áður er getið, getur flokkarinn lágmarkað yfirvigt í pakkningunum með því að velja flök af hentugustu stærð saman í kassa. Valka hefur unnið í samvinnu við gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík við að þróa mjög fullkomið og sveigjanlegt samvalsalgrím sem tekur tillit til pökkunarkrafna í lög og sérstakra pökkunaraðferða sem notaðar eru í laxavinnslu. Þá ræður nýi flokkarinn við að flokka stærstu laxaflök sem eru allt að 800 mm löng. Þá er hann afar hraðvirkur og flokka og pakka flökum frá hefðbundnum flökunarvélum eða að pakka um 45 flökum/mínútu. RapidAligner flokkarinn er einkaleyfisvarinn og er hannaður að fullu leiti af Völku. Fjölmargir undirverktakar hér á landi hafa komið að smíði flokkarans segir í tilkynningu.

Valka er frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun á sjálfvirknilausnum fyrir fiskvinnslu sem hafa það að meginmarkmiði að auka gæði og bæta nýtingu hráefnisins og skila þannig fiskvinnslunni auknu virði fyrir afurðirnar.