United Airlines kennir Boeing um 200 milljóna dala tapið sem flugfélagið hefur tekið á sig á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Félagið neyddist til að kyrrsetja allar Boeing 737 MAX 9-flugvélar sínar eftir uppákomuna með Alaska Airlines í janúar.

Í ársuppgjöri United Airlines segir að félagið hefði annars vegar skilað hagnaði. Tapið var þó minna en spámenn á Wall Street gerðu ráð fyrir og hækkaði gengi United um 5% í kjölfarið.

United er með 79 Boeing MAX 9-vélar í flota sínum en aðeins Alaska Airlines er með fleiri slíkar vélar á sínum snærum. Bæði flugfélögin neyddust til að aflýsa þúsundum flugferða eftir að bandarísk flugmálayfirvöld hófu rannsókn á flugvélunum í janúar.

Fyrr í þessum mánuði greiddi Boeing 160 milljónir dala til Alaska Airlines í skaðabætur til að bæta upp tapið sem flugfélagið hefur orðið fyrir.

Fyrr í þessum mánuði greiddi Boeing 160 milljónir dala til Alaska Airlines í skaðabætur til að bæta upp tapið sem flugfélagið hefur orðið fyrir.

Boeing hefur einnig staðið frammi fyrir gagnrýni eftir að uppljóstrari tilkynnti bandarískum eftirlitsstofnunum að hann hefði áhyggjur af framleiðslu sumra flugvéla. Verkfræðingurinn Sam Salehpour sakaði Boeing um að hafa farið flýtileiðir við framleiðslu 787 og 777-flugvéla.