Í Ármúlanum er nýtt listagallerí sem sér um umboðssölu listmuna og er einnig innrömmunarverkstæði .

Gásar gallerí stendur einnig fyrir listmunauppboðum og var eitt slíkt um liðna helgi. Þar voru boðnir upp um 60 listmunir eftir gömlu meistarana í bland við aðra íslenska listamenn.

Ólafur Morthens, eigandi Gása gallerís, segir þetta þriðja uppboð hafa heppnast mjög vel.

„Það var fullt hús af skemmtilegu fólki og mikið hringt í alla síma á meðan á uppboði stóð. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og hlökkum þegar til næsta uppboðs,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.