Yfirvöld í Japan telja kostnaðinn við enduruppbyggingu hamfarasvæðanna á NA-hluta Honshu-eyjar munu nálgast 25 billjónir jena, jafngildi um 309 milljarða dala. Að sögn BBC jafngildir þetta um 6% af landsframleiðslu Japans en Alþjóðabankinn telur uppbygginguna munu taka um fimm ár.

Eyðileggingin er sögð sú mesta síðan í Heimstyrjöldinni síðari og er talið að tjónið á innviðum samfélagsins muni hægja brothættum efnahagsbata í kjölfar lægðar síðustu ára.