Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Landsbankanum en verðmatsgengið stendur í stað, 29 krónur á hlut en síðasta verðmat var framkvæmt í maí.

?Á grundvelli verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í Landsbanka Íslands. Er það ráðgjöf okkar til lengri tíma litið," segir greiningardeildin.

Hún segir að helstu breytingar í forsendum verðmatsins eru að nú er gert ráð fyrir 5% árlegum útlánavexti næstu 2 árin í stað 10% áður.

?Sú breyting er gerð til að mæta óvissu um fjármögnun bankans næstu árin. Hlutfall eigna sem reiknast í gengismun hefur lækkað út 3,5% í 3% en það er í samræmi við breytt markmið bankans um hlutfall verðbréfa með breytilegar tekjur af heildareignum. Þá hefur afskriftahlutfall útlána verið lækkað úr 0,75% í 0,70% frá árinu 2009," segir greiningardeildin.