Uppgjör Landsbankans fyrir annan ársfjórðung ársins var langt yfir væntingum okkar, segir greiningardeild Glitnis.

?Á heildina litið er uppgjörið gott en það er mjög litað af áhrifum lækkunar gengis krónunnar og mikillar verðbólgu. Áhrifanna gætir bæði í rekstrar- og efnahagsliðum. Heildarútlán bankans hafa aukist um 31% frá áramótum en þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum krónunnar og verðbólgu nemur útlánaaukningin 10%," segir greiningardeildin.

Hlutafjár- og verðbréfaeign

Hlutafjár- og verðbréfaeign bankans lækkaði úr 58 milljörðum króna í 51 milljarð króna frá áramótum en Landsbankinn hefur sett sér nýtt markmið þess efnis að hafa hlutfall hlutabréf undir 3% af heildarefnahag.

?Heildareignir bankans námu í lok fjórðungsins 1.811 milljörðum króna og hafa aukist um 29% frá áramótum. Eigið fé bankans nam í lok júní 127,5 milljörðum króna, eiginfjárhlutfall (CAD) var 15,1% og eiginfjárþáttur A var 12,9%," segir greiningardeildin.

Hreinar vaxtatekjur

Hagnaður til hluthafa bankans nam 6 milljörðum króna en spá greiningardeildarinnar hljóðaði upp á 2,9 milljarða króna. ?Spáskekkjan skýrist að mestu leyti af vanmati á verðbótatekjum bankans," segir greiningardeildin.

Hreinar vaxtatekjur voru 13,7 milljarðar króna en greiningardeildin spáði um 10,8 milljörðum króna og jukust þær um 53% frá fyrsta ársfjórðungi ársins.

?Heildarútlán bankans jukust um 6,2% (spá 6%) svo aukninguna má að mestu rekja til áhrifa á verðbólgu á verðbólgujöfnuð bankans og áhrifa lækkunar gengis krónunnar á lán í erlendri mynt. Þóknanatekjur námu 6,9 milljörðum króna (spá 6 milljarðar króna) og jukust frá fyrsta fjórðungi sem er óvænt," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir aðrar rekstrartekjur hafi verið neikvæðar um 1,5 milljarð króna en spáði að þær yrðu neikvæðar um 2,4 milljarða króna og skýrist það af neikvæðum gengismun.

Hreinar rekstrartekjur

?Hreinar rekstrartekjur voru því langt yfir væntingum okkar," segir greiningardeildin en þær námu 19,1 milljarði króna en spáin hljóðaði upp á 14,4 milljarða króna.

Rekstrargjöld námu 9,8 milljörðum króna en spá greiningardeildar var neikvæð um 8,5 milljarða,
?en meðal gjaldaliða er 700 milljóna króna gjaldfærsla vegna hugsanlegs uppgjörs á deilu við Lífeyrissjóð bankamanna. Virðisrýrnun útlána var undir spá okkar, nam 1,7 milljörðum króna (spá -2,2 milljarðar króna). Tekjur af starfsemi erlendis nam 45% af hreinum rekstrartekjum," segir greiningardeildin.