Uppgjör Marels fyrir fyrstu níu mánuði ársins var undir væntingum greiningardeildar Kaupþings banka.

“Heildarsala félagsins nam 57,6 milljónum evra (5 milljarðar króna) á fjórðungnum. Er það verulega undir væntingum Greiningardeildar en við gerðum ráð fyrir 64,3 milljónir evra (5,6 milljarðar króna) sölu félagsins á tímabilinu.

Hluti þessa 6,7 milljóna evra (583 milljónir króna) fráviks skýrist af því að innri vöxtur Marel, eins og félagið var fyrir sameininguna við AEW Delford Systems í apríl og svo Scanvaegt í ágúst, var engin á meðan við gerðum ráð fyrir um 5% innri vexti,” segir greiningardeildin.

“EBITDA Marel nam 4,1 milljón evra (537 milljónir króna) á þriðja ársfjórðungi saman borið við spá okkar upp á 7,5 milljón evrur (653 milljónir króna). Skýrist þetta frávik fyrst og fremst af því að hluti af óreglulegum kostnaði félagsins, þ.e. sá hluti sem féll til vegna hlutafjáraukningar á fjórðunginum, var færður meðal rekstrarkostnaðar en ekki fjármagnsgjalda eins og við höfðum gert ráð fyrir,” segir greiningardeildin.