Rekstrarhagnaður fjármálafyrirtækisins Old Mutual, sem er með höfuðstöðvar í London, á fyrstu níu mánuðum ársins nam 144 milljörðum króna og tekjur námu 1,8 billjónum króna, en greiningaraðilar höfðu spáð 153 milljarða krónu hagnaði. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi nam 24,7 milljörðum króna og tekjur námu 675 milljörðum króna. Eftir yfirtöku Old Mutual á sænska tryggingarfélaginu Skandia var fyrirtækið skráð í kauphöllina í Stokkhólmi og hefur því tekið upp birtingu ársfjórðungsuppgjöra, en fyrirtækinu var veitt undanþága frá birtingu samanburðar fyrri ára.