Að sögn Ásmundar G. Vilhjálmssonar héraðsdómslögmanns og skattasérfræðings hjá SkattVís slf. ætti taka nýrra lána til greiðslu eldri lána, sem tekin hafa verið til öflunar íbúðarhúsnæðis, ekki að skerða vaxtabótarétt manna. ?Hafa ber þó í huga, að sé lán greitt upp áður en lánstíminn er útrunninn, teljast ekki til vaxtagjalda við ákvörðun vaxtabóta í þessu sambandi áfallnar verðbætur á lán skuldara, sem hann i greiðir á lánstíma umfram ákvæði viðkomandi bréfs. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að slíkar verðbætur dreifist jafnt á lánstímann."

Ásmundur segir þó að engin ástæða sé til að örvænta. ?Útreikningur vaxtabótaréttar er háður mörgum breytum. Þannig takmarkast fjárhæð vaxtagjalda við það sem lægra er af ákveðinni fjárhæð og ákveðnu hlutfalli af skuldum sem stofnað hefur verið til vegna íbúaðaröflunar. Ofannefnd atriði þurfa því ekki endilega á hafa áhrif á vaxtabótarétt manns. Jafnan ber þó að fara varlega og biðja skattalögfræðing á kíkja á málið ef ástæða er til."

Ásmundur sagði ennfremur að við ákvörðun á rétti manna til vaxtabóta vegna lána til öflunar eigin íbúðar skiptir almennt ekki máli hvort um innlent lán eða erlent lán er að ræða. Ekki er þó sjálfgefið að gengismunur ( tap) teljist vaxtagjöld við ákvörðun á vaxtabótarétti þar sem þau einskorðast við:

- Gjaldfallna vexti og gjaldfallnar verðbætur á afborganir og vexti af lánum sem tekin hafa verið til öflunar íbúðar til eigin nota.

- Afföll af verðbréfum, víxlum og sérhverjum öðrum skuldaviðurkenningum sem íbúðareigandi hefur gefið út sjálfur og selt þriðja aðila og notað andvirðið til fjármögnunar íbúðar til eigin nota.
- Lántökukostnað, þar með talið þóknanir og stimplun af ofangreindum lánum.