Reuters greinir frá því í dag að Citigroup Inc. fyrirhugar  uppsagnir um 2.000 starfsmanna. Citigroup á Citibank, sem er stærsti banki í Bandaríkjunum, hyggst lækka rekstrarkostnað eftir mesta tap á einum ársfjórðungi í sögu bankans, en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs tapaði Citigroup 9,83 milljörðum dollara.

Fyrir ári síðan voru hlutir í Citigroup metnir á 50,64 dali. Í dag voru þeir, eftir eins dollara hækkun, metnir á 21,41 dal.

Í lok árs 2007 störfuðu 375.000 manns hjá Citigroup. Talsmaður Citigroup sagði við Reuters fréttastofuna að bankinn búist við óvenju miklum uppsögnum á fjárfestingasviði bankans. Hann neitaði hins vegar að segja til um hversu margir starfsmenn missa vinnuna.

Fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa sagt upp meira en 60.000 manns frá því um mitt ár 2007.